Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 117. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 127  —  117. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri í smáum og meðalstórum fyrirtækjum.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hvernig er nú um stundir unnið að framkvæmdaáætlun um aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri í smáum og meðalstórum fyrirtækjum, sbr. ályktun Alþingis 16. mars 2004 (33. mál 130. löggjafarþings)?
     2.      Hverju sætir að framkvæmdaáætlunin hefur ekki enn verið lögð fyrir Alþingi, sbr. niðurlag ályktunarinnar, og hvenær er þess að vænta?
     3.      Hvers vegna hefur Alþingi ekki heldur verið gerð grein fyrir stöðu mála með framvinduskýrslu eins og einnig er kveðið á um í ályktuninni?