Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 452. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1679  —  452. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar um tekjur af ökutækjum og umferð.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hverjar eru tekjur ríkissjóðs af:
     a.      vörugjöldum af innfluttum ökutækjum,
     b.      vörugjöldum af eldsneyti á ökutæki,
     c.      sérstökum vörugjöldum af eldsneyti,
     d.      olíugjaldi,
     e.      flutningsjöfnunargjaldi,
     f.      bifreiðagjöldum,
     g.      þungaskatti,
     h.      virðisauka af bensíni,
     i.      virðisauka af dísilolíu,
     j.      virðisauka af bílasölu,
     k.      öðrum tekjuliðum sem ekki eru upptaldir en teljast mættu til komnir vegna vegaumferðar og ökutækja?
    Óskað er eftir yfirliti yfir framangreindar tekjur sl. 10 ár.


    Í töflunni aftast í svarinu má sjá tekjur ríkissjóðs af framangreindum liðum síðustu tíu árin (2000–2009). Liðir (a) – (g) eru sérgreindir tekjuliðir ríkissjóðs eða markaðar tekjur og upplýsingar um þá liggja fyrir í bókhaldi ríkissjóðs. Liði (h) – (j), þ.e. tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti sem lagður er á eldsneyti og ökutæki, þarf að áætla. Sjá nánari skýringar við einstaka liði hér fyrir neðan.
    Liður (g) Þungaskattur. Þungaskattur var í gildi fram á mitt ár 2005 en þá tóku við olíugjald og kílómetragjald. Hér er því tekjur ríkissjóðs af kílómetragjaldi taldar með.
    Liðir (h) – ( j) Virðisaukaskattur af eldsneyti og bílasölu. Nákvæmar tölulegar upplýsingar um liði (h) – (j), virðisaukaskatt af eldsneyti og bílasölu, er ekki mögulegt að fá úr upplýsingakerfi virðisaukaskatts þar sem flokkun hans er byggð á atvinnugreinum, en þær atvinnugreinar sem hér er um að ræða geta jafnframt haft annars konar starfsemi með höndum. Áréttað skal að tölur hér um í töflunni eru áætlaðar.
    Atvinnugrein 50.5 – bensínstöðvar, innifelur jafnframt starfsemi sem ekki fellur hér undir og því eru hér ekki sýndar tölur um álagningu virðisaukaskatts í greininni. Fremur er farin sú leið að áætla endanlegt söluverðmæti ökutækjaeldsneytis og reikna 24,5% af því. Sýndar eru þannig áætlaðar tölur um „brúttó“ virðisaukaskatt af sölu bensíns og dísilolíu á bifreiðar í dálkum (h) og (i) í neðri hluta töflunnar. Ekki er áætlað hversu mikill hluti þar af myndar innskatt í virðisaukaskattskyldum atvinnurekstri og rennur þannig til baka úr ríkissjóði.
    Virðisaukaskattur af innfluttum ökutækjum og varningi sem þeim tengist er hér gróflega áætlaður út frá tölum Hagstofunnar um verðmæti innflutnings í þeim tollflokkum 87. kafla tollskrárinnar sem innihalda ökutæki af því tagi sem hér á við. Undanskilin eru reiðhjól, barnavagnar, hjólastólar o.þ.h. Einnig er gerð grein fyrir nettó álagningu virðisaukaskatts í atvinnugreininni bílasala (útskattur – innskattur), í seinni dálkinum sem merktur er (j). Um er að ræða atvinnugreinar 50.101–50.102 skv. eldri atvinnugreinaflokkun (árin 2000–2007) og atvinnugreinar 45.100 árin 2008–2009.
    Liður (k) Aðrir tekjuliðir. Í töflunni eru sýndar tekjur ríkissjóðs af umferðaröryggisgjaldi, útgáfu ökuskírteina og skráningargjöldum ökutækja, samkvæmt bókhaldi ríkissjóðs. Nefna má dæmi um virðisaukaskattskylda starfsemi tengda ökutækjum og akstri, sem tekjur af eru ekki áætlaðar og meðtaldar hér, t.d. þjónustu bifreiðaverkstæða. Því skal lögð áhersla á að taflan er ekki tæmandi yfirlit um tekjur ríkissjóðs af ökutækjum, akstri og umferð.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


(a) (b) (c) (d) (e) (f) (g) (g)

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


M.kr. Vörugjald af öku- tækjum Vörugjald af bensíni, almennt Sérstakt vörugjald af bensíni Olíugjald Flutnings- jöfnunar- gjald Bifreiða- gjald Þunga- skattur Kíló- metra- gjald Alls
2000 4.960 2.127 5.430 . 655 2.550 4.639 . 20.362
2001 2.853 1.981 5.447 . 717 2.628 4.894 . 18.520
2002 2.804 1.890 5.493 . 689 2.916 4.704 . 18.496
2003 4.525 1.924 5.540 . 647 3.003 5.042 . 20.681
2004 6.320 2.248 6.100 . 506 3.187 5.865 . 24.226
2005 10.391 2.356 6.342 1.703 404 3.665 3.918 657 29.436
2006 10.083 2.060 6.935 5.560 368 4.110 -34 1.205 30.287
2007 11.208 1.948 7.220 6.224 374 4.435 -5 1.347 32.750
2008 6.826 1.904 6.833 5.921 378 4.701 - 1.028 27.591
2009 1.641 3.260 7.731 6.198 353 5.308 -13 863 25.341


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


(h) (i) (j) (j) (k) (k) (k)

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


M.kr. Virðisauka- skattur á vörugjöld
í lið (a)
Virðisauka- skattur af bensíni, brúttó Virðisauka- skattur af dísilolíu, brúttó Virðisauka- skattur af ökutækj-um í tolli Virðisauka- skattur af bílasölu (RSK) Umferðar- öryggis- gjald Öku- skírteini Skráningar- gjald ökutækja Alls
2000 1.215 4.331 ... ... 874 38 75 ... 6.535
2001 699 4.576 ... 3.213 287 36 67 ... 8.877
2002 687 4.495 692 2.971 692 48 64 259 9.909
2003 1.109 4.669 966 5.138 1.106 41 59 357 13.445
2004 1.548 5.182 1.151 6.873 1.489 44 61 427 16.776
2005 2.546 5.224 1.923 10.671 2.455 50 76 481 23.426
2006 2.470 6.165 3.869 11.427 1.577 74 77 461 26.120
2007 2.746 6.570 4.477 12.321 2.425 105 82 495 29.221
2008 1.672 7.814 6.024 9.132 789 97 79 338 25.946
2009 402 8.570 5.349 3.448 -258 98 69 221 17.899
Heimildir: Ríkisreikningur áranna 2000–2009, RSK og áætlanir fjármálaráðuneytisins.