Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 184. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 187  —  184. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um dómara.

Frá Árna Þór Sigurðssyni.


     1.      Hver er heildarfjöldi dómara við íslenska dómstóla, annars vegar við Hæstarétt og hins vegar við héraðsdómstóla?
     2.      Hver er kynjaskipting dómara, annars vegar við Hæstarétt og hins vegar við héraðsdómstóla?
     3.      Telur ráðherra hlutfall kvenna í dómarastöðum við Hæstarétt annars vegar og við héraðsdómstóla hins vegar vera viðunandi?
     4.      Telur ráðherra koma til álita að grípa til sérstakra ráðstafana til að jafna hlut kynjanna í dómarastöðum, t.d. með því að beita ákvæðum 2. og 3. málsl. 3. mgr. 4. gr. a í lögum um dómstóla, nr. 15/1998, með síðari breytingum?