Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 254. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 523  —  254. mál.




Svar



fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Lúðvíks Geirssonar
um þróun vaxtakostnaðar húsnæðislána.


     1.      Hver er vaxtakostnaður íslenskra heimila af húsnæðislánum sl. 5 ár, sundurliðaður fyrir hvert ár á föstu verðlagi?
    Vaxtakostnaður af húsnæðislánum er í eftirfarandi töflu sem byggist á gögnum úr álagningarskrám ríkisskattstjóra. Um er að ræða vexti af lánum sem uppfylla skilyrði til vaxtabóta. Svarið er í milljónum króna á verðlagi ársins 2011.

2007 2008 2009 2010 2011
58.707 62.495 64.713 63.434 53.849

     2.      Hver er vaxtakostnaðurinn áætlaður árið 2012?
    Í áætlunum sínum hefur ráðuneytið miðað við það að vaxtakostnaður árið 2012 verði álíka og hann var 2011. Til hækkunar koma ný fasteignalán umfram það sem greitt er af eldri lánum og hækkun vegna verðbóta þeirra lána sem fyrir eru. Til lækkunar koma ýmsar aðgerðir til að leysa skuldavanda heimilanna.

     3.      Hversu stór hluti vaxtakostnaðarins hefur verið endurgreiddur árlega sl. 5 ár? Fram komi í svarinu bæði heildarfjárhæð og hlutfall af heildarvaxtagjöldum húsnæðislána.
    Sjá eftirfarandi töflu. Svarið er í milljónum króna.

2007 2008 2009 2010 2011
Vaxtakostnaður 42.859 53.898 60.002 60.263 53.849
Vaxtabætur alls 6.653 10.016 11.343 18.295 14.585
Hlutfall 16% 19% 19% 30% 27%