Ferill 129. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 131  —  129. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um fæðispeninga fanga.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hversu margir fangar fá fæðispeninga og elda ofan í sig sjálfir? Hversu hátt hlutfall er þetta af föngum hér á landi?
     2.      Hafa fangar kost á öðru fyrirkomulagi, að eigin frumkvæði, svo sem bakkamat?
     3.      Hver er fjárhæð fæðispeninga fanga og hvernig hefur sú fjárhæð þróast frá árinu 2006?
     4.      Hvernig er innkaupastefnu og verðlagningu háttað í versluninni Rimlakjörum á Litla- Hrauni?


Skriflegt svar óskast.