Ferill 168. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 175  —  168. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um skoðun á lagningu sæstrengs.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Hvaða starfshópa hefur ráðherra sett á stofn í tengslum við hugsanlega lagningu sæstrengs til raforkuútflutnings í því skyni að „kanna ítarlegar afmarkaða þætti framkvæmdarinnar,“ sbr. flutningsræðu ráðherra fyrir 59. máli, skýrslu ráðgjafarhóps um raforkustreng til Evrópu, á 143. löggjafarþingi?
     2.      Hverjir stýra starfshópunum, hverjir aðrir eiga þar sæti, hvaða erindi eru hópunum falin í erindisbréfum, hvenær voru þeir formlega settir á stofn og hve marga fundi hafa þeir haldið?
     3.      Hefur verkefnum vegna hugsanlegs sæstrengs verið útvistað, sbr. ávarp ráðherra á fundi VÍB um arðsemi orkuútflutnings 10. september sl.? Ef ekki, hvað veldur töf á því? Af hvaða fjárlagalið eru þeir greiddir?
     4.      Hvaða tímamörk hyggst ráðherra setja á lok þeirra verka sem varða framangreinda töluliði?


Skriflegt svar óskast.