Ferill 225. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 254  —  225. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um lóðir fyrir trú- og lífsskoðunarfélög.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.


     1.      Ber að mati ráðherra að túlka 5. gr. laga um Kristnisjóð o.fl., þar sem segir að sveitarfélögum kaupstaða og kauptúna sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi, með vísun til þjóðkirkjunnar eingöngu eða láta sömu reglu gilda fyrir önnur trú- og lífsskoðunarfélög?
     2.      Hvaða áhrif hefði brottfall þessarar lagagreinar á fjárhag þjóðkirkjunnar eða einstakra safnaða hennar?
     3.      Hver hefði kostnaðarauki kirkjunnar á uppreiknuðu verðlagi ársins 2014 verið vegna Guðríðarkirkju og Lindakirkju sem eru þær tvær sóknarkirkjur sem byggðar hafa verið á síðustu tíu árum ef þessarar undanþágu hefði ekki notið við?
     4.      Hefði afnám undanþágunnar áhrif á aðra gjaldtöku eða skattlagningu þjóðkirkjunnar?
     5.      Hyggst ráðherra leggja fram frumvarp til laga um brottfall 5. gr. laga um Kristnisjóð o.fl.?


Skriflegt svar óskast.