Ferill 116. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 547  —  116. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni
um ástæður hlerana frá ársbyrjun 2008.


    Í tilefni af fyrirspurninni aflaði ráðuneytið umsagnar embættis ríkissaksóknara en ríkissaksóknari fer með eftirlit með símhlustunum og öðrum sambærilegum úrræðum sem tilgreind eru í XI. kafla laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Tekið skal fram að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði við vinnslu tölfræðiupplýsinga.
    Í svarinu er miðað við gildistöku laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, en lögin tóku gildi 1. janúar 2009. Þá eru upplýsingar frá 2014 ekki teknar saman enda flest mál frá því ári enn til meðferðar og í vinnslu. Til glöggvunar hafa heildarupplýsingar varðandi símhlustanir verið teknar saman, sbr. töflu 1.

Tafla 1. Fjöldi beiðna um hlustun, fjöldi úrskurða og fjöldi mála þar sem heimild var veitt til símhlustunar 2009–2013 (ártal máls og ártal úrskurðar
í sama máli þurfa ekki ávallt að fara saman).

2009 2010 2011 2012 2013
Fjöldi beiðna 171 165 166 118 100
Fjöldi úrskurða 170 165 163 118 99
Fjöldi mála (málsnúmera) 41 36 25 24 19

     1.      Hversu oft hefur verið beðið um heimild til hlerunar frá ársbyrjun 2008, flokkað eftir mánuðum og tegund brota sem til rannsóknar voru?
    Í umsögn ríkissaksóknara kemur fram sá fjöldi beiðna sem beint hefur verið til dómstóla um heimild til hlerunar, greint eftir því broti sem til rannsóknar var, sbr. töflu 2. Tekið er fram að hver beiðni getur beinst að fleiri en einum einstaklingi og fleiri en einu símanúmeri. Oft eru mörg brot til rannsóknar í sama máli en í töflu 2 er tekið mið af því broti sem lagt var til grundvallar í kröfu og úrskurði um símhlustun.

Tafla 2. Fjöldi beiðna um heimild til hlerunar á síma frá ársbyrjun 2009 til ársloka 2013, flokkað eftir mánuðum og tegund brota sem til rannsóknar voru.

jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
Auðgunarbrot 10 10 25 6 13 3 4 1 5 8 21 10
Brenna, íkveikja 0 1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0
Efnahagsbrot 14 5 6 0 7 0 1 3 1 5 5 2
Fíkniefni 31 43 60 39 33 28 24 37 49 37 53 33
Kynferðisbrot 6 5 3 13 1 0 0 0 0 2 5 3
Manndráp og líkamsmeiðingar 3 0 0 0 2 1 11 4 1 0 1 5
Mansal 2 1 0 0 2 1 2 0 0 5 6 0
Brot gegn valdstjórninni 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
     2.      Hversu oft á framangreindu tímabili hefur heimild verið veitt til símahlustunar á grundvelli laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, sundurgreint eftir þeim tegundum brota sem til rannsóknar voru, dómstólum sem veittu heimildina og lagaákvæðum sem vísað var til við rökstuðning beiðni?
    Í umsögn ríkissaksóknara kemur fram fjöldi heimilda til símhlustunar 2009–2013 á grundvelli laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, sbr. töflu 3. Tekið skal fram að heimildir til símhlustunar byggjast á fyrrgreindum lögum um meðferð sakamála.

Tafla 3. Fjöldi heimilda til hlerunar á síma frá ársbyrjun 2009 til ársloka 2013,
flokkað eftir dómstólum sem veittu heimildina
og tegund brota sem til rannsóknar voru.

Hd. Austurl. Hd.
N. eystra
Hd. Reykjan. Hd. Reykjav. Hd. Suðurl. Hd. Vestfj. Hd.
Vesturl.
Auðgunarbrot 0 0 37 37 1 13 28
Brenna, íkveikja 0 0 2 0 0 0 0
Brot gegn valdstjórninni 0 0 1 0 0 0 0
Fíkniefni 2 17 275 137 8 9 15
Kynferðisbrot 0 0 22 16 0 0 0
Manndráp og líkamsmeiðingar 0 0 25 1 2 0 0
Mansal 0 0 18 0 0 0 0
Efnahagsbrot 0 0 29 20 0 0 0

     3.      Hversu oft hefur verið synjað um heimild til hlerunar, sundurgreint eftir tegundum brota sem til rannsóknar voru, dómstólum og ástæðum synjunar ef þær liggja fyrir?
    Samkvæmt umsögn ríkissaksóknara hafa dómstólar í fimm tilvikum hafnað kröfu lögreglu um símhlustun. Í fjórum tilvikum var um að ræða meint fíkniefnamál og í einu tilviki meint mansal. Um var að ræða Héraðsdóm Suðurlands í þremur tilvikum, Héraðsdóm Reykjavíkur í einu tilviki og Héraðsdóm Vestfjarða í einu tilviki.

     4.      Hversu lengi stóð hlerun yfir í hverju tilviki, sundurgreint eftir tegundum brota sem til rannsóknar voru og dómstólum?
    Í umsögn ríkissaksóknara kemur fram fjöldi veittra heimilda til símhlustunar, greint eftir dómstól, brotaflokk og fjölda daga frá upphafi til loka heimildar, sbr. töflu 4. Í umsögninni er þess sérstaklega getið að um sé að ræða fjölda daga sem heimildin náði til en tekið skal fram að í sumum tilvikum fór símhlustun ekki fram allan þann tíma sem heimildin náði til heldur skemur.

Hd. Austurl. Hd.
N. eystra
Hd. Reykjan. Hd. Reykjav. Hd.
Suðurl.
Hd. Vestfj. Hd. Vesturl.
Fjöldi daga Fjöldi úrskurða
Auðgunarbrot
2 1
3 6
4 3
6 7 2
7 5 1
8 3
9 4
10 3 1
11 4 1
12 2
13 4
14 15 1
17 1
20 5
21 3 26
22 6
28 1
29 1
30 4 6
Brenna, íkveikja
27 1
28 1
Brot gegn valdstjórninni
31 1
Fíkniefni
3 1
6 1
7 2 1
8 1
10 1 1
11 1
13 3 1
14 2 13 3 2 2 2
15 1 1
16 2
17 1
18 2 1
19 1
20 5 5 1
21 4 3
22 1 2 1
23 5 1
24 5
25 6 3
26 6 8 3
27 46 5 4
28 144 103 3 4 5
29 10
30 13 1 1
31 12 1 1
32 2 1 0
35 1
36 1
Kynferðisbrot
7 1
19 1
20 2
21 1 2
25 1
27 9 2
28 6 10
30 3
Manndráp og líkamsmeiðingar
7 1
8 2
14 8 1
19 3
20 1
21 3
23 3
27 2
28 2 1
30 1
Mansal
25 2
26 2
27 1
28 13
Efnahagsbrot
7 2
8 3
14 2
18 1
20 7 5
21 5
22 1
23 4
28 18 1

     5.      Hversu oft voru tveir eða fleiri einstaklingar hleraðir vegna sömu rannsóknar, sundurgreint eftir tegundum brota sem til rannsóknar voru, fjölda einstaklinga hverju sinni og dómstólum?
    Í umsögn ríkissaksóknara kemur fram sá fjölda mála þar sem tveir eða fleiri einstaklingar voru hlustaðir, greint eftir dómstól og þeim brotaflokki sem til rannsóknar var, sbr. töflu 5. Í umsögninni er þess sérstaklega getið að hafa beri í huga að mál lögreglu séu oft flókin og viðamikil og því erfitt að setja skýra línu á milli þess hvað telst sama rannsóknin og hvenær um sé að ræða nýja rannsókn. Hér sé því tekið mið af því að öll brot innan sama málsnúmers teljist til sömu rannsóknar.

Tafla 5. Fjöldi mála (málsnúmera) þar sem lögreglu var heimiluð hlustun
á árunum 2009–2013, greint eftir dómstólum, tegund brots (yfirflokks)
og fjölda einstaklinga sem hleraðir voru.

Hd. Austurl. Hd.
N. eystra
Hd. Reykjan. Hd. Reykjav. Hd.
Suðurl.
Hd. Vestfj. Hd. Vesturl.
Auðgunarbrot
2 1 3 1 1
3 1
4 1 1
6 1
12 1
13 1
Brenna, íkveikja
3 1
Fíkniefni
2 1 13 5 1
3 12 4 1
4 1 7 1
6 2 0
8 1
9 1
Kynferðisbrot
10 1
Manndráp og líkamsmeiðingar
2 1
3 1 0
5 1
6 1
Mansal
2 3
4 1
Efnahagsbrot
3 1
4 1
5 1
6 1
7 2 1

     6.      Í hversu mörgum tilvikum þar sem hlerun var beitt var sá sem var hleraður ekki ákærður eða sýknaður ef ákært var, sundurliðað eftir brotategundum og dómstólum?
    Í umsögn ríkissaksóknara kemur fram sá fjöldi mála þar sem símhlustun var heimiluð af dómstólum eftir stöðu þeirra í dag, sbr. töflu 6. Ekki reyndist unnt að sundurliða niðurstöður eftir dómstólum þar sem fleiri en einn dómstóll geta hafa veitt heimild til hlustunar í sama máli. Í umsögninni kemur enn fremur fram að til þess að ná utan um þessa vinnslu reyndist nauðsynlegt að líta til niðurstöðu málanna en ekki til niðurstaðna einstakra brotaliða en að jafnaði eru mörg brot og margir aðilar innan sama máls. Í töflu 6 er því miðað við þær forsendur að hafi verið sakfellt í máli teljist það til sakfellingar jafnvel þótt sýknað hafi verið fyrir einstaka brotaliði. Þá teljast mál til meðferðar jafnvel þótt einstakir brotaliðir, innan sama máls, hafi verið felldir niður eða rannsókn hætt.

Tafla 6. Fjöldi mála (málsnúmera) þar sem lögreglu var heimiluð hlustun
á árunum 2008–2013, greint eftir tegund brots (yfirflokks) og niðurstöðu.

Hætt hjá ákæruvaldi Hætt hjá lögreglu Enn til meðferðar Sakfelling Sýkna
Auðgunarbrot 7 6 6
Brenna, íkveikja 1
Brot gegn valdstjórninni 1
Efnahagsbrot 1 2 4 1
Fíkniefni 11 48 9 30 1
Hótanir 1
Kynferðisbrot 6
Manndráp og líkamsmeiðingar 1 5
Mansal 1 1 2

     7.      Í hversu mörgum tilvikum þar sem hlerun var beitt gagnvart öðrum en grunuðum sakborningi var hinn grunaði ákærður eða sýknaður ef ákært var, sundurliðað eftir brotategundum og dómstólum?
    Í umsögn ríkissaksóknara kemur fram að ekki sé hægt að sundurgreina gögn eftir réttarstöðu einstaklings við upphaf rannsóknar. Símhlustun beinist alltaf að sakborningi, en til greina kemur að aðrir en sakborningar noti þann síma sem heimild til hlustunar nær til vegna þess að sakborningur hefur aðgang að eða not af símum, t.d. á heimili, fyrirtæki eða stofnun, sbr. orðalag 81. gr. laga nr. 88/2008. Hlustun beinist þá ekki að þeim aðilum en þeir kunna þó að þurfa að þola hana. Þau tilfelli þar sem farið er beinlínis fram á símhlustun á síma í eigu eða umráðum annars en sakbornings eru fátíð.