Ferill 499. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 862  —  499. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á samningi
við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur.

Frá Vilhjálmi Bjarnasyni.


     1.      Er hafin endurskoðun á samningi Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 1. mars 2007 og var gerður á grundvelli 19. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið?
     2.      Ef endurskoðun er hafin, hafa stjórnvöld sett sér sérstök viðmið í þeim viðræðum varðandi aukið frelsi í inn- og útflutningi á landbúnaðarvörum á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið?
     3.      Hefur ráðherra látið framkvæma greiningu á tollvernd landbúnaðarvara og ef svo er, hver er niðurstaða þeirrar greiningar?
     4.      Telur ráðherra ástæðu til að draga úr tollvernd vegna innflutnings á alifuglakjöti og svínakjöti?


Skriflegt svar óskast.