Ferill 489. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 943  —  489. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni um launagreiðslur til lækna.


     1.      Hversu margir læknar standa á bak við þau 569 ársverk sem tilgreind eru í samantekt fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá 19. desember 2014 um launagreiðslur til lækna?
    Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneyti standa 745 læknar bak við þau 569 ársverk sem tilgreind eru í samantektinni. Einnig kom fram að um er að ræða drög að samantekt sem ná hvorki til heilsugæslulækna né skurðlækna. Fullunnar upplýsingar um meðaltalslaun lækna hafa nú verið birtar á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

     2.      Hvert er hlutfall grunnlauna af meðalheildartekjum lækna á Landspítala?
    Hlutfall grunnlauna af meðalheildartekjum lækna á Landspítala var 63,9% árið 2013 og 62,7% árið 2014. Hlutfallið miðast við föst laun sem innifela mánaðarlaun með álagi samkvæmt kjarasamningi, fasta yfirvinnu samkvæmt kjarasamningi og aðra fasta yfirvinnu. Nánari upplýsingar koma fram í meðfylgjandi töflu. Kandídatar og almennir læknar eru í Læknafélagi Íslands.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     3.      Hver er meðalvaktabyrði lækna umfram átta tíma vinnudag?

    Vaktir kandídata og almennra lækna eru staðarvaktir og er þá skylt að dvelja á vinnustað meðan á vakt stendur. Um 85% af vöktum sérfræðilækna eru gæsluvaktir þar sem læknir kemur á vinnustað ef um útkall er að ræða. Kandídatar og almennir læknar vinna að jafnaði 21% umfram átta stunda vinnudag á vöktum. Sérfræðilæknar og yfirlæknar vinna að jafnaði um 42% umfram átta stundir á vöktum. Við samanburð verður að hafa í huga að viðvera á gæsluvöktum er um 20–25% af vakttíma.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.