Ferill 155. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 155  —  155. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um hæfnispróf í framhaldsskólum.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hvaða greining liggur til grundvallar þeirri ákvörðun að hefja undirbúning að gerð hæfnisprófa inn í framhaldsskólana?
     2.      Hvert var samráðið við Skólameistarafélag Íslands og Félag framhaldsskólakennara um þessa ákvörðun?
     3.      Hver eru viðbrögð ráðherra við því að formaður Skólameistarafélags Íslands hefur lýst áhyggjum sínum af þeim óstöðugleika sem framhaldsskólinn býr við nú þegar nýverið var tekin ákvörðun um styttingu hans og svo skömmu síðar áform um beitingu hæfnisprófa?