Ferill 220. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 448  —  220. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur
um tengsl hans við Orku Energy.


     1.      Hversu lengi starfaði ráðherra fyrir Orku Energy?
    Líkt og hefur komið fram opinberlega voru störf fyrir Arctic Green Energy (áður Orka Energy) innt af henti árið 2011 yfir nokkurra mánaða skeið og með hléum, ásamt öðrum störfum. Rétt er að árétta að störfin voru innt af hendi áður en ráðherra tók við embætti.

     2.      Hvaða verkefni vann ráðherra fyrir Orku Energy á árinu 2011 og hvar voru þau störf innt af hendi?
    Líkt og hefur komið fram opinberlega voru unnin ráðgjafarstörf vegna verkefna í Singapúr.

     3.      Á grundvelli hvaða sérþekkingar voru umrædd störf unnin?
    Í ferilskrá ráðherra kemur fram að hann hafi lokið prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og síðar MBA-námi (Master of Business Administration) frá London Business School.

     4.      Hversu mikið var ráðherra greitt fyrir umrædd störf fyrir félagið á árinu 2011?

    Líkt og hefur komið fram opinberlega voru greiddar 5.621.179 kr. fyrir skatt vegna umræddra starfa. Vinnan og launagreiðslan var innt af hendi áður en ráðherra tók við embætti sínu.