Ferill 368. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 700  —  368. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Óttari Proppé
um skipun fulltrúa í stjórnarskrárnefnd.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvers vegna hefur fulltrúi Bjartrar framtíðar í stjórnarskrárnefnd, sem tilkynnt var um með bréfi 12. nóvember 2014, ekki verið formlega skipaður?

    Með bréfi forsætisráðuneytisins, dags. 19. desember 2014, var óskað eftir því, með vísan til 15. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, að Björt framtíð tilnefndi fulltrúa af báðum kynjum til setu í nefndinni. Að fengnum tilnefningum Bjartrar framtíðar var gengið frá skipunarbréfi fyrir nýjan fulltrúa flokksins. Svo virðist hins vegar sem bréfið hafi ekki, fyrir mistök, verið sent móttakanda. Beðist er velvirðingar á því. Skipunarbréfið verður sent móttakanda við fyrsta tækifæri. Tekið skal fram að þetta hefur ekki valdið neinum töfum eða truflunum á störfum nefndarinnar. Stjórnarskrárnefnd hefur nú fundað ríflega fjörutíu sinnum og einn af þingmönnum Bjartrar framtíðar hefur mætt á þá fundi.