Ferill 800. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1394  —  800. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um nýjan Landspítala við Hringbraut.

Frá Kristjáni L. Möller.


     1.      Hvað tók skipulagsvinna við nýjan Landspítala við Hringbraut langan tíma þar til allar skipulagsáætlanir höfðu verið samþykktar lögformlega?
     2.      Hvaða reglur gilda um neitunarvald sveitarfélaga um breytingar á svæðaskipulagi á höfuðborgarsvæðinu?
     3.      Hvenær lýkur byggingaframkvæmdum við nýjan spítala samkvæmt núgildandi áætlunum?
     4.      Nýtist skipulags- og hönnunarvinnan við nýjan spítala við önnur verkefni?
     5.      Hvert er mat og reynsla opinberra aðila á tímafrestun framkvæmda líkt og við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut?


Skriflegt svar óskast.