Ferill 390. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 520  —  390. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um eignarhald fjármálafyrirtækja.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Samræmist það stjórnarskrá og þjóðréttarskuldbindingum að breyta lögum um fjármálafyrirtæki þannig að birta þurfi endanlegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár eða stofnfjár í fyrirtæki á hverjum tíma í ljós réttmætrar kröfu landsmanna um að fá að vita hverjir raunverulega eiga fjármálafyrirtækin, lykilstofnanir í samfélaginu, og með vísan í 4. mgr. 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki?
     2.      Hefur ráðherra áform um að breyta lögum, reglum eða öðrum réttarheimildum svo að endanlegt eignarhald fjármálafyrirtækja verði opinbert? Ef svo er, hvenær og hvernig hyggst ráðherra gera þær breytingar? Ef ekki, hvaða rök finnst ráðherra vega það þungt að þau réttlæti að halda slíkum upplýsingum leyndum fyrir landsmönnum?


Skriflegt svar óskast.