Ferill 507. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 717  —  507. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um útboðsskyldu á opinberri þjónustu.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Hvernig hyggjast stjórnvöld fylgja því ákvæði reglugerðar nr. 904/2016 um útboðsskyldu að viðmiðunarfjárhæð sé 115.620.000 kr. vegna innkaupa á opinberum þjónustusamningum um félagsþjónustu og aðra sértæka þjónustu sem opinberir aðilar gera?
     2.      Verða einhverjir fyrirvarar gerðir um hverjir geta boðið í heilbrigðisþjónustu og ef svo er, í hverju verða þeir fólgnir?
     3.      Verður gerður greinarmunur annars vegar á stofnunum sem ekki eru starfræktar í hagnaðarskyni, svo sem Reykjalundi, SÁÁ og NLFÍ, og hins vegar aðilum sem hafa arðsemissjónarmið að markmiði í rekstri sínum?
     4.      Telur ráðherra að ákvæði reglugerðarinnar gefi tilefni til að endurskoða gerð og fyrirkomulag þjónustusamninga við stofnanir sem starfræktar eru fyrir opinbert fé en án allra hagnaðarmarkmiða og ef svo er, að hvaða leyti?
     5.      Kemur til álita að gera samninga beint við slíkar stofnanir líkt og við stofnanir í hreinni ríkiseigu án milligöngu Sjúkratrygginga Íslands?
     6.      Telur ráðherra að ákvæði framangreindrar reglugerðar leiði til aukinnar einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu?
     7.      Hafa möguleg áhrif laga um opinber innkaup verið metin af stjórnvöldum og hvaða afleiðingar það gæti haft á áratuga innviðauppbyggingu í mannafla, húsnæði og aðstöðu ef t.d. erlendir aðilar kæmu að rekstri heilbrigðisþjónustu að hluta eða öllu leyti?


Skriflegt svar óskast.