Ferill 801. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1723  —  801. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Brynjari Níelssyni um kostnað ráðuneytisins við skrifleg svör við fyrirspurnum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu margir starfsmenn ráðuneytisins koma að því að undirbúa skrifleg svör við fyrirspurnum þingmanna og hver er áætlaður heildarfjöldi vinnustunda sem í það hefur farið árlega síðastliðin fimm ár?
     2.      Hver er heildarkostnaður ráðuneytisins við skrifleg svör við fyrirspurnum frá þingflokki Pírata á yfirstandandi löggjafarþingi og hversu margar vinnustundir starfsmanna hafa farið í að svara þeim?
     3.      Hvað eru fyrirspurnir til skriflegs svars frá hverjum þingmanni í þingflokki Pírata hátt hlutfall slíkra fyrirspurna til ráðherra?

    Fjölmargir starfsmenn ráðuneytisins koma að svörum við þingfyrirspurnum, allt eftir efni þeirra hverju sinni. Ráðuneytið heldur ekki sérstaklega utan um fjölda vinnustunda starfsmanna við undirbúning skriflegra svara við fyrirspurnum þingmanna og er óhægt um vik að áætla fjölda þeirra aftur í tímann. Svör við fyrirspurnum krefjast mismikillar vinnu eftir efni þeirra og umfangi og getur samanlagður vinnustundafjöldi vegna einstakra fyrirspurna numið allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkurra daga vinnu. Í flestum tilvikum kemur fleiri en einn starfsmaður að undirbúningi svars og oft þarf að kalla eftir upplýsingum frá stofnunum ráðuneytisins.
    Á árunum 2015–2020 bárust forsætisráðuneytinu samtals 110 þingfyrirspurnir til skriflegs svars. Í meðfylgjandi töflu má sjá að fjöldi fyrirspurna fór úr því að vera 14 á árinu 2015 yfir í 27 árið 2019 sem jafngildir um 93% aukningu. Má því leiða að því líkur að sífellt fleiri vinnustundir starfsmanna fari í undirbúning svara. Eins og sjá má í töflu 1 að neðan er hlutfall fyrirspurna frá þingflokki Pírata um 31% af heildarfjölda fyrirspurna á tímabilinu. Í töflu 2 er greint frá því hvernig þær fyrirspurnir deilast á milli þingmanna flokksins á tímabilinu.

    Tafla 1.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




    Tafla 2.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.