Ferill 259. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 260  —  259. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um kornrækt.

Frá Ingibjörgu Isaksen.


     1.      Stendur yfir vinna á vegum ráðuneytisins sem hefur það að markmiði að efla kornrækt hér á landi? Ef svo er, hvað hefur verið gert? Ef ekki, er fyrirhuguð einhver slík vinna?
     2.      Er fyrirhuguð innviðauppbygging vegna kornræktar á Íslandi, svo sem uppbygging þurrkstöðva og/eða korngeymslna? Ef svo er, hvernig miðar vinnu við slíka uppbyggingu og mun ríkið koma að þeirri uppbyggingu?
     3.      Telur ráðherra að ríkið ætti að styðja við stofnun kornsamlags hér á landi?