Ferill 663. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1322  —  663. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um kostnað vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver var kostnaður ráðuneytisins og undirstofnana þess vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd skv. 27. og 33. gr. laga um útlendinga á ári hverju, árin 2017–2022?

    Við breytingu á skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands í kjölfar alþingiskosninga 2021 þá fluttist málefnið um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd frá dómsmálaráðuneyti til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis í upphafi árs 2022. Til þess að geta svarað fyrirspurninni fullnægjandi þurfti að afla upplýsinga hjá dómsmálaráðuneytinu vegna áranna 2017–2021.
    Sjá útgjöld hvers árs á því tímabili sem spurt er um hér að aftan.

Útgjöld vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd
Ár Fjárhæð
2017 2.316.200.943 kr.
2018 2.117.362.448 kr.
2019 2.234.550.551 kr.
2020 2.240.337.043 kr.
2021 1.990.615.535 kr.
2022 4.799.087.711 kr.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.