Ferill 296. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1361  —  296. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Evu Sjöfn Helgadóttur um meðalbiðtíma eftir félagslegri íbúð.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver hefur meðalbiðtími verið eftir félagslegri íbúð undanfarin fimm ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir því hvort umsækjendur eru einstaklingar eða fjölskyldur. Einnig er óskað eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum með fleiri en 5.000 íbúa.

    Umbeðnar upplýsingar lágu ekki fyrir og því var fyrirspurn send til forsvarsmanna félagsþjónustu hvers sveitarfélags. Svör bárust frá 26 sveitarfélögum, en þar af eiga sex sveitarfélög ekki félagslegar leiguíbúðir. Þar sem ekki er um úthlutun íbúða að ræða á ári hverju í öllum sveitarfélögum er fjöldi þeirra misjafn á milli ára.
    Meðalbiðtími einstaklinga í mánuðum við úthlutun félagslegrar leiguíbúðar undanfarin fimm ár og fjöldi sveitarfélaga sem úthlutaði íbúð til einstaklinga er eftirfarandi:

Ár 2018 2019 2020 2021 2022
Biðtími 21,1 19,8 20,0 16,6 17,5
Fjöldi sveitarfélaga 13 13 16 17 15

    Meðalbiðtími fjölskyldna í mánuðum við úthlutun félagslegrar leiguíbúðar undanfarin fimm ár og fjöldi sveitarfélaga sem úthlutaði íbúð til fjölskyldna er eftirfarandi:

Ár 2018 2019 2020 2021 2022
Biðtími 19,4 22,5 16,8 17,7 18,4
Fjöldi sveitarfélaga 13 14 15 16 16

    Ef miðað er við mannfjölda hinn 1. janúar 2023 eru ellefu sveitarfélög með fleiri en 5.000 íbúa. Ekki bárust svör frá tveimur þeirra. Eftirfarandi tafla sýnir meðalbiðtíma í mánuðum við úthlutun félagslegrar leiguíbúðar í sveitarfélögum með fleiri en 5.000 íbúa undanfarin fimm ár.

Sveitarfélag: Meðalbiðtími einstaklingar: Meðalbiðtími fjölskyldur:
Akranes 48,0 30,0
Akureyri 36,0 36,0
Árborg 33,3 22,5
Garðabær 25,8 14,0
Hafnarfjörður 35,1 49,3
Kópavogur 25,2 18,6
Mosfellsbær 10,0 15,2
Múlaþing 2,4 3,0
Reykjavík 29,1 20,6
Meðaltal 28,0 24,5