Ferill 1162. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2167  —  1162. mál.




Svar


mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur um alþjóðlega skóla og fjölda barna í þeim.


     1.      Hvaða alþjóðlegu skólar eða skóladeildir starfa á grunn- og framhaldsskólastigi?
    Á grunnskólastigi eru starfandi Alþjóðaskólinn á Íslandi sem hlaut viðurkenningu árið 2013 og alþjóðadeild Landakotsskóla sem tók til starfa 2015.
    Á framhaldsskólastigi er IB-nám (e. International Baccalaureate) kennt við Menntaskólann við Hamrahlíð en skólinn hefur frá árinu 1998 verið hluti af alþjóðasamtökum skóla, International Baccalaureate Organisation.

     2.      Hve mörg börn hafa stundað nám í alþjóðlegum skólum eða skóladeildum síðastliðin tíu ár? Óskað er sundurliðunar eftir hverju ári fyrir sig.
    Eftirfarandi tafla sýnir fjölda barna í Alþjóðaskólanum á Íslandi:

Ár Fjöldi barna
2013 60
2014 55
2015 72
2016 73
2017 89
2018 92
2019 97
2020 96
2021 88
2022 98

    Eftirfarandi tafla sýnir fjölda barna í alþjóðadeild Landakotsskóla:

Skólaár Fjöldi barna
2015–2016 35
2016–2017 45
2017–2018 69
2018–2019 69
2019–2020 80
2020–2021 101
2021–2022 104
2022–2023 96
2023–2024 88

    Eftirfarandi tafla sýnir fjölda nemenda í IB-námi Menntaskólans við Hamrahlíð:

Önn Fjöldi nemenda
haust 2013 77
vor 2014 72
haust 2014 73
vor 2015 67
haust 2015 76
vor 2016 72
haust 2016 72
vor 2017 66
haust 2017 78
vor 2018 78
haust 2018 82
vor 2019 76
haust 2019 84
vor 2020 76
haust 2020 76
vor 2021 75
haust 2021 70
vor 2022 73
haust 2022 79
vor 2023 78

    Svarið er byggt á upplýsingum sem skólarnir veittu mennta- og barnamálaráðuneyti.

     3.      Hve mörg börn hafa verið á biðlista eftir námi í alþjóðlegum skólum eða skóladeildum síðastliðin tíu ár? Óskað er sundurliðunar eftir hverju ári fyrir sig.
    Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaskólanum á Íslandi hefur ekki verið haldið formlega utan um biðlista í skólanum. Að meðaltali hafi þó verið tveir til þrír nemendur á ári sem hafa ekki fengið inngöngu í skólann.
    Samkvæmt upplýsingum frá alþjóðadeild Landakotsskóla sýnir eftirfarandi tafla fjölda barna sem voru þar á biðlista eftir námi:

Skólaár Fjöldi barna
2015–2016 0
2016–2017 0
2017–2018 0
2018–2019 0
2019–2020 2
2020–2021 0
2021–2022 5
2022–2023 16
2023–2024 38 (áætlað )

    Samkvæmt upplýsingum frá Menntaskólanum við Hamrahlíð hefur ekki verið þörf á biðlistum í IB-nám skólans en nemendum hefur verið hafnað vegna lítillar enskukunnáttu.