Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
87. löggjafarþing 1966–67.
Þskj. 609  —  177. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um undirbúning ellefu hundruð ára afmælis     byggðar á Íslandi árið 1974.



    Alþingi ályktar að fela nefnd, sem kosin var hinn 5. maí 1966 til þess að íhuga og gera tillögur um, með hverjum hætti minnzt skuli ellefu hundruð ára afmælis byggðar á Íslandi, að starfa áfram.
    Skal nefndinni heimilt að hefja undirbúningsframkvæmdir þeirra tillagna varðandi hátíðina, sem við nánari athugun þykir rétt að framkvæma, en aðalákvarðanir hennar skulu
bornar undir ríkisstjórnina, áður en framkvæmdir hefjast.
    Nefndinni heimilast að afla sér nauðsynlegrar aðstoðar, og skal greiða kostnað við störf hennar úr ríkissjóði.


Samþykkt á Alþingi 18. apríl 1967.