18.12.1978
Efri deild: 34. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1694 í B-deild Alþingistíðinda. (1214)

23. mál, tímabundið vörugjald

Alexander Stefánsson:

Herra forseti. Ég er fylgjandi því, að innflutningsgjöld af hljóðfærum séu lækkuð eða felld niður. Hins vegar vil ég benda á þá staðreynd, að það eru vissulega ýmsir þýðingarmiklir vöruflokkar hátollaðir í innflutningi til landsins sem þörf væri á að lækka. En það, sem ég tel að sé kjarni mála og staðreynd, er að okkur skortir fjármagn til nauðsynlegustu verkefna og erum einmitt núna þessa dagana að leggja mikla skatta á skattborgara til að bjarga atvinnuvegunum frá hruni. Þess vegna verður eins ágætt mál og við erum að ræða um hér að mínu mati að bíða betri tíma og nánari skoðunar og því mun ég greiða atkv. gegn þessari brtt.