18.12.1980
Efri deild: 40. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1670 í B-deild Alþingistíðinda. (1810)

172. mál, lántaka 1980 og 1981 og ábyrgðarheimildir

Frsm. (Ólafur Ragnar Grímsson):

Herra forseti. Um þetta frv. urðu ítarlegar umræður hér í hv, deild í gær, þar sem hæstv. fjmrh. gerði ítarlega grein fyrir nauðsyn þess að gert yrði kleift að framkvæma þá lántöku sem hér er um að ræða. Hæstv. fjmrh. svaraði einnig ítarlega spurningum sem komu fram frá þm. þessarar deildar varðandi einstaka framkvæmdaþætti. Í ljósi þeirrar umræðu og þeirrar afstöðu til málsins, sem kom fram hjá þeirri deild sem fyrr fjallaði um þetta frv., hefur hv. fjh.- og viðskn. þessarar deildar lagt til að frv. verði samþykkt, þótt einstakir nm. hafi fyrirvara á afstöðu sinni og muni e.t.v. gera grein fyrir þeim fyrirvara hér í umræðunum.