24.03.1981
Sameinað þing: 64. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3062 í B-deild Alþingistíðinda. (3195)

377. mál, greiðslufrestur á tollum

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Matthíasi Á. Mathiesen fyrir að upplýsa það hér, að það tók hann 21/2 ár frá því að hann varð fjmrh. þar til hann kom því í verk að skipa nefnd í þetta brýna hagsmunamál sem Albert Guðmundsson var búinn að berjast fyrir síðan 1962. Ef hæstv. forseti vill sýna umburðarlyndi gagnvart þm. Matthíasi Á. Mathiesen, þá væri mjög gagnlegt að fá fram upplýsingar um það hér í umr., hvers vegna það tók hann 21/2 ár að koma því í verk að skipa nefnd í þetta mikilvæga mál.