02.12.1986
Sameinað þing: 23. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1271 í B-deild Alþingistíðinda. (1106)

176. mál, lokun deilda á sjúkrahúsum

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Hér hafa nú komið fram ógnvekjandi upplýsingar um fjölda hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem vantar til starfa. Að vísu koma þær ekki á óvart því að hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru dæmigerð kvennastétt og eins og ráðherra gat um eru það vitaskuld hin lágu laun, skortur á barnagæslu og óreglulegur vinnutími sem gerir það að verkum að það er erfitt að koma heim og saman skyldum kvenna heima fyrir og starfi úti á vinnumarkaði.

Þetta vandamál blasir við fleiri kvennastéttum en þeim sem hér um ræðir og á þessu vandamáli verður að taka umsvifalaust. Það er víða neyðarástand á heimilum landsins út af þessu og þess vegna bíð ég með eftirvæntingu eftir svari hæstv. ráðherra við 3. lið þessarar fsp. sem henni gafst ekki tími til að svara áðan, en hann er: Til hvaða aðgerða hyggst raðherra grípa til að bæta úr þessu?