16.02.1987
Neðri deild: 43. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3134 í B-deild Alþingistíðinda. (2823)

336. mál, deilur menntamálaráðuneytisins og fræðsluyfirvalda í Norðurlandsumdæmi eystra

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Svohljóðandi bréf hefur borist, dags. 17. febrúar 1987.

„Haraldur Ólafsson 9. þm. Reykv. hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna fjarveru 1. varamanns taki 2. varamaður Framsfl. í Reykjavík, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir dagskrárgerðarmaður, sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti, með ósk um að fram fari í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Salome Þorkelsdóttir,

forseti efri deildar.“

Þessu bréfi fylgir yfirlýsing frá 1. varamanni og kjörbréf Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur. Ég vil leyfa mér að biðja kjörbréfanefnd að taka kjörbréfið til meðferðar. Fundinum verður frestað á meðan í fimm mínútur. - [Fundarhlé.]