135. löggjafarþing — 35. fundur,  3. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[17:24]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Eins og hér hefur komið fram er verið að greiða atkvæði um liði á fjárlögum sem byggja á skipulagsbreytingum innan stjórnsýslunnar sem ekki hafa hlotið samþykki á Alþingi. Þess hefur verið óskað að forseti þingsins geri grein fyrir því á hvaða lagaheimild þessi atkvæðagreiðsla byggist. Ég ítreka þá kröfu sem fram hefur komið um þetta efni.