135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[11:37]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Miklar væntingar hafa verið bundnar við það á Ísafirði, og reyndar á Vestfjörðum öllum, að stofnun sjálfstæðs háskóla á Vestfjörðum yrði að raunveruleika. Þar er nú starfrækt háskólasetur sem er á safnlið undir liðnum Háskólastarfsemi. Í háskólasetrinu er unnið metnaðarfullt starf en til að það geti þróast áfram og við getum svarað kalli þess fólks sem hefur sett þetta í öndvegi í baráttumálum sínum fyrir eflingu Vestfjarða, að Háskóli Vestfjarða verði sjálfstæður og fái sjálfstæða stöðu á fjárlögum Alþingis, er þessi tillaga flutt. Hún er um að háskóli á Vestfjörðum verði orðinn að raunveruleika eigi síðar en 1. júní á næsta ári (Forseti hringir.) með eigin stöðu í fjárlögum ríkisins.

Herra forseti. Ég skora á hv. þingmenn (Forseti hringir.) að styðja þetta mesta baráttumál Vestfirðinga.