135. löggjafarþing — 106. fundur,  23. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[00:45]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þegar við ræddum það fyrr í kvöld að fundartíma skyldi stillt í skynsamlegt hóf fór ekki milli mála að sá flokkur sem stendur bak við það að þessi háttur er hafður á er Sjálfstæðisflokkurinn undir forustu þeirra tveggja sem tekið hafa þátt í umræðunni í kvöld, Arnbjargar Sveinsdóttur og Sigurðar Kára Kristjánssonar. Ég kallaði eftir afstöðu forseta sem þá sat, hv. þm. Ragnheiðar Ástu en fékk ekki — fyrirgefið Ástu Ragnheiðar.

Nú kalla ég enn eftir því sama, hver sé afstaða þess varaforseta sem nú situr, (Forseti hringir.) hvort hann telji þetta vera rétt þingsköp (Forseti hringir.) og réttan lagaskilning að hugtakið „í dag“ (Forseti hringir.) eigi við (Forseti hringir.) um marga sólarhringa.