135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

tilkynning um dagskrá og tilhögun þingfundar.

[10:33]
Hlusta

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Forseti vill tilkynna að í dag fara fram tvær utandagskrárumræður. Hin fyrri hefst kl. 11 árdegis, að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma, og er um stöðuna á fasteignamarkaði og Íbúðalánasjóð. Málshefjandi er hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon. Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, verður til andsvara.

Síðari umræðan hefst þegar að lokinni hinni fyrri um kl. 11.30 og er um afstöðu ríkisstjórnarinnar til hrefnuveiða. Málshefjandi er hv. þm. Guðni Ágústsson. Forsætisráðherra, Geir H. Haarde, verður til andsvara. Umræðurnar fara fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.

Það er tillaga forseta, sbr. 4. mgr. 10. gr. þingskapa um lengd þingfunda, að sá fundur sem nú er hafinn geti staðið þar til dagskrármálum lýkur. Er óskað atkvæðagreiðslu um tillöguna? (Gripið fram í: Já.) Atkvæðagreiðslu er krafist.