135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[14:54]
Hlusta

Frsm. 1. minni hluta heilbrn. (Þuríður Backman) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ekki er hægt að mæla undirbúning að frumvarpsgerð sem þessari eingöngu í klukkutímum og setu í nefndarstarfi. Það er undirbúningurinn, tíminn sem gefinn er og umræðan sem fram fer þegar umsagnaraðilar og fleiri eru með til þess að velta upp ýmsum flötum — og ekki virðist veita af í þessu sambandi ef við vísum til reynslu bæði Svía og Breta, eins og gert hefur verið. Þær breytingar sem hafa verið gerðar hafa verið tæknilegar og jákvæðar en það er spurning hvernig þær eru svo notaðar. Ég vil því spyrja hv. formann heilbrigðisnefndar hvaða skýringu hún getur gefið á því að þrátt fyrir sömu landslög hafi einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar (Forseti hringir.) ætt áfram undanfarin tvö ár í Stokkhólmi, þar sem borgaraleg stjórn er við völd, (Forseti hringir.) en ekki í öðrum landshlutum.