136. löggjafarþing — 51. fundur,  11. des. 2008.

stimpilgjald.

213. mál
[16:29]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Frú forseti. Við í Frjálslynda flokknum lögðum á haustdögum fram frumvarp um stimpilgjald sem gengur út á það að fella niður öll stimpilgjöld af öllum fasteignaviðskiptum. Frumvarp sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir þingið gengur ekki svo langt. Það er raunverulega að hluta sem á að fella slíkt gjald niður.

Ég vísa í frumvarp Frjálslynda flokksins sem hljóðar upp á það að við fellum niður öll stimpilgjöld. Í því neyðarástandi sem nú er getur slíkt hjálpað fólki verulega sem þarf að minnka við sig eða losa sig út úr rándýrum húsum í skiptum eða hvernig sem er. Ég held að það sé þess virði að taka betur til skoðunar frumvarp okkar í Frjálslynda flokknum um stimpilgjald.