138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:26]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. 28. ágúst 2009, þegar frumvarp nr. 96 frá þeim tíma var borið hér upp til samþykktar og synjunar sátu 14 þingmenn Sjálfstæðisflokksins hjá, tveir sögðu nei. Ástæðan fyrir hjásetu minni í því máli þá var einfaldlega sú að ég taldi að fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn tilnefndi í fjárlaganefnd hefði unnið vel og vendilega þar inni, það hefði komið að þeim sjónarmiðum þokkalega ásættanlega. Þau voru borin upp, lagaleg og efnisleg, og þess vegna, hv. þm. Sigurður Ingi Jóhannsson, greiddi ég í það minnsta ekki atkvæði gegn því, ég taldi að við hefðum náð árangri sem hægt væri að fara áfram með og þetta voru lög frá Alþingi. Þau lög eru enn í gildi en þeim er verið að breyta. Hér er (Forseti hringir.) tilraun til þess að hnekkja þeim lögum með þeim (Forseti hringir.) breytingum sem hér eru.