138. löggjafarþing — 70. fundur,  29. jan. 2010.

kynningarefni fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.

[12:32]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir):

Virðulegur forseti. Ég tek sannarlega undir það, það verður að vanda til verka. Ég ítreka það sem ég sagði áðan hvað þá nálgun okkar varðar að við viljum frekar segja minna en meira. Við erum að huga að því hvort hægt sé að útbúa efni sem byggir þá á staðreyndum. Það er vandsamt að leggja þetta fram en ég tel að okkur beri skylda til að gera tilraun. Okkur ber skylda til að gera þetta, vanda okkur og gera þetta af heiðarleika en hvort síðan verði almenn ánægja með niðurstöðurnar er ekki gott að segja. Auðvitað vona ég það og auðvitað óska ég eftir samvinnu við alla þingflokka í þessum efnum.