138. löggjafarþing — 120. fundur,  10. maí 2010.

fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda.

597. mál
[16:52]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Næstkomandi fimmtudag munu kvenframbjóðendur Samfylkingarinnar til borgarstjórnar í Reykjavík taka á móti gestum í húsnæði fyrirtækisins CCP. Stærstu eigendur CCP eru Novator og General Catalyst, einmitt þau tvö fyrirtæki sem iðnaðarráðherra hyggst gera stóran fjárfestingarsamning við vegna gagnavers í Reykjanesbæ. Mig langar að spyrja hvort hæstv. forsætisráðherra telur lán á húsnæði, eins og í þessu tilfelli, vera ígildi fjárframlags til stjórnmálasamtaka og eiga að falla undir þau lög sem við ræðum hér. Eins langar mig að spyrja hæstv. forsætisráðherra hvort hún telji við hæfi, á meðan frumvarp um skattaívilnanir upp á hundruð milljóna til Verne Holdings er hér í þinginu, að flokkur hennar nýti sér aðstöðu annars fyrirtækis í eigu sömu aðila.