139. löggjafarþing — 9. fundur,  13. okt. 2010.

mannabreytingar í nefndum.

[14:01]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseta hefur borist eftirfarandi tilkynning frá þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins um mannabreytingar í nefndum þingsins, sbr. 16. gr. þingskapa:

Ólöf Nordal tekur sæti aðalmanns í utanríkismálanefnd í stað Ragnheiðar E. Árnadóttur sem verður varamaður í nefndinni í stað Illuga Gunnarssonar, þ.e. nú varamanns hans, Sigurðar Kára Kristjánssonar. Sigurður Kári Kristjánsson, þ.e. varamaður Illuga Gunnarssonar, tekur sæti í allsherjarnefnd í stað Ólafar Nordal. Þorgerður K. Gunnarsdóttir tekur sæti í fjárlaganefnd í stað Ólafar Nordal. Ragnheiður Ríkharðsdóttir tekur sæti í heilbrigðisnefnd í stað Þorgerðar K. Gunnarsdóttur og verður aðalmaður í Íslandsdeild Norðurlandaráðs í stað Illuga Gunnarssonar. Unnur Brá Konráðsdóttir tekur sæti í menntamálanefnd í stað Þorgerðar K. Gunnarsdóttur. Jón Gunnarsson verður 1. varamaður flokksins í Íslandsdeild Norðurlandaráðs og Sigurður Kári Kristjánsson verður 2. varamaður þar.

Enn fremur tilkynnist að Birgir Ármannsson tekur við embætti ritara þingflokksins.

Forseta hefur borist eftirfarandi tilkynning frá þingflokksformanni Samfylkingarinnar um mannabreytingar í nefndum þingsins, sbr. 16. gr. þingskapa:

Jónína Rós Guðmundsdóttir fer úr iðnaðarnefnd og tekur sæti í menntamálanefnd í stað Marðar Árnasonar. Magnús Orri Schram fer úr heilbrigðisnefnd og tekur sæti í iðnaðarnefnd í stað Jónínu Rósar Guðmundsdóttur. Kristján L. Möller fer úr sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og tekur sæti í heilbrigðisnefnd í stað Magnúsar Orra Schrams. Róbert Marshall fer úr umhverfisnefnd og tekur sæti í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í stað Kristjáns L. Möllers. Mörður Árnason fer úr menntamálanefnd og tekur sæti í umhverfisnefnd í stað Róberts Marshalls.