139. löggjafarþing — 85. fundur,  3. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[18:47]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er einmitt það sem við höfum gert, við höfum gefið okkur tíma. Við sátum í átta mánuði í fyrra og ræddum í allsherjarnefnd frumvarp til stjórnlagaþings. Því var gjörbreytt í nefndinni, það var reynt eins og hægt var að koma til móts við hin ýmsu sjónarmið. Ég trúi ekki öðru en að hv. þingmaður hafi talað við samflokksmenn sína sem sátu í allsherjarnefnd og átti sig á því hve langt fólk var tilbúið til að ganga til móts við hinar ólíku skoðanir.

Svo núna, þegar svona horfir, er Sjálfstæðisflokkurinn eins og lítill óþekkur, óuppalinn krakki og segir: Ég ræð og þið skuluð annaðhvort gera þetta eins og ég vil eða ég er ekki með.