139. löggjafarþing — 93. fundur,  15. mars 2011.

framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.

557. mál
[18:17]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bara koma hingað upp til að gera grein fyrir því að skilningur hv. þingmanns á meiningu meiri hluta nefndarinnar í þessum efnum er hárréttur. Þarna er um að ræða hina hefðbundnu dómstólameðferð sé uppi ágreiningur um niðurstöðu landskjörstjórnar. Það er alveg kristaltært og ég vil árétta það í stuttu andsvari við hv. þingmann. En ég vil líka spyrja á sama tíma vegna þess að setning þessa efnis er alveg skýr í nefndarálitinu: Er það að mati hv. þingmanns ekki lögskýringargagn ef upp kæmi vafi við meðferð mála af þessu tagi?