139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands.

675. mál
[18:05]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætlaði að þakka hv. þm. Tryggva Þór Herbertssyni fyrir að setja efni þessa frumvarps og það sem við vorum að ræða hér fyrr í dag í samhengi við Evrópumálin, en því hefur verið neitað af hálfu hæstv. forsætisráðherra að um slík tengsl væri að ræða. Það sem hv. þm. Tryggvi Þór Herbertsson rakti hér, um efni þeirra draga að ályktun sem samþykkja átti á fundi sameiginlegu þingmannanefndarinnar, og þessi tilvísun til hinnar svokölluðu efnahagsáætlunar í tengslum við aðild Íslands að Evrópusambandinu, setur málið í töluvert annað ljós.

Ég vildi spyrja hv. þm. Tryggva Þór Herbertsson hvort hann telji (Forseti hringir.) að það sé misskilningur, hjá þeim (Forseti hringir.) sem settu á blað þessi ályktunardrög, að tengja þessi tvö mál saman.