139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands.

675. mál
[18:06]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er ágætisspurning hjá hv. þingmanni, hvort það geti verið að það sé misskilningur að þetta sé tengt saman á þennan hátt eða að setja þetta svona á blað. Ég held að svo sé alls ekki heldur sé þetta gert vísvitandi og sé liður í þeirri aðlögun Íslands að Evrópusambandinu sem við höfum orðið vitni að frá því að umsóknin var samþykkt.

Mér finnst þetta miklu frekar varpa ljósi á það ógagnsæi sem við búum við, að við hinir aumu þingmenn höfum ekki hugmynd um hvað er í gangi hjá framkvæmdarvaldinu, þ.e. löggjafarvaldið veit ekki (Forseti hringir.) hvað framkvæmdarvaldið er að gera þrátt fyrir að samþykkt hafi verið þingsályktunartillaga um að þetta ætti að vera (Forseti hringir.) gagnsætt ferli og Alþingi yrði upplýst um hlutina jafnóðum og eitthvað markvert gerðist.