139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 50/2010 um breytingu á IX. og XII. viðauka við EES-samninginn.

581. mál
[13:40]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hér er verið að fjalla um ákvörðun EES-nefndarinnar um fjármálaþjónustu og fjármagnsflutninga. Það er kannski eitthvað sem menn eiga strax að vekja athygli á vegna þess að við höfum farið mjög illa út úr ákvörðunum Evrópusambandsins einmitt á sviði fjármálamarkaðarins, mjög illa, bæði í sambandi við innlánstryggingar og sitthvað fleira.

Nú er ég ekki að efast um að þetta sé ekki allt í lagi. Ég vil aðeins spyrja framsögumann hvort hann geti sagt okkur í örstuttu máli að þetta sé allt í lagi, þetta sé ekkert sem geti komið í bakið á okkur seinna. Ég hafði ekki tíma til að fara fram og ná í fylgiskjalið eða þingskjalið sjálft því það lá ekki fyrir en ég efa það ekki að þetta sé allt í góðu samkomulagi og sé allt saman meinlaust. En ég vildi gjarnan að hann gæti rétt aðeins rakið í stuttu máli um hvað málið snerist og hvort þetta sé nú ekki örugglega allt í lagi.