140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:54]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég ætla rétt að benda á að vaxtagjöld ríkissjóðs á næsta ári samkvæmt frumvarpi þessu eru tæpir 78 milljarðar. Ég segi nú ekki annað en það: Hvað væri þessi upphæð há hefði fjármálaráðherra tekist, sem hann reyndi í tvígang, að koma Icesave-skuldaklafanum yfir á þjóðina? [Frammíköll í þingsal.] Þá væru þetta líklega rúmlega 100 milljarðar. Það er ekki nema von að þingmenn æsist. Ég er bara að halda sögunni til haga, virðulegi forseti. Við værum að tala um rúmlega 100 milljarða. (Gripið fram í.)