140. löggjafarþing — 101. fundur,  18. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[18:28]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er merkileg greining hjá þingmanninum á frammistöðu ríkisstjórnarinnar í hennar hjartans málum. Það virðist ekki vera hægt að koma neinu í gegnum þingið og þá bregða menn á það ráð að kenna stjórnarandstöðu um, en þeir sem hafa einhverja innsýn í þingstörf vita að það er bara fyrirsláttur.

Ég skil þá hv. þingmann svo að ástæðan fyrir því hvernig þetta mál hefur farið fram og virðist ætla að fara fram er ekki af vilja, heldur fremur af klaufaskap, vankunnáttu og getuleysi. Skil ég þingmanninn rétt þannig? (ÁI: Klaufi, vangeta …?)