140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[00:36]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hyggst sleppa því að spyrja hv. þingmann spurningar. Áður en hv. þm. Álfheiður Ingadóttir gengur úr sal vil ég hins vegar segja við frú forseta: Það er með ólíkindum hvernig hv. þm. Álfheiður Ingadóttir hagar sér í þingsalnum sem forseti Alþingis gagnvart þingmönnum. Hv. þm. Álfheiður Ingadóttir var forseti í gær (Gripið fram í: Braut þingsköp.) og braut reglur um fundarstjórn, fór langt fram yfir tímann þótt það væri augljóst að það ætti ekki að vera þannig. Ég hvet hv. þingmann til að fara upp undir liðnum um fundarstjórn forseta á eftir og svara þessu. Svo situr hér hv. þingmaður, einn af forsetum Alþingis, og fer slíkum orðum um þingmenn, samanber hv. þm. Árna Johnsen eins og hún gerði áðan, að það er alveg með ólíkindum.