141. löggjafarþing — 35. fundur,  15. nóv. 2012.

framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng.

[10:57]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf):

Frú forseti. Ég mun fylgja þessu máli vel eftir og tryggja að skýr svör fari að berast og botn að fást í málið þannig að verkefnið geti farið að hefjast. Eins og ég sagði við hv. þingmann hér áðan er þetta líka liður í stærra máli sem er atvinnuuppbygging á Norðausturlandi. Við, ég og hv. þingmaður, höfum bæði verið miklir áhugamenn um að það gangi vel fram. Og þar eru aldeilis jákvæð teikn á lofti, Landsvirkjun er farin að bora fyrir norðan og sömuleiðis eru samningaviðræður í gangi millum aðila um uppbyggingu á því svæði. Ég tel að þetta verkefni sé mikilvægur liður í að það allt saman geti orðið að veruleika og geti orðið af þeirri stærðargráðu sem við óskum.

Að öðru leyti held ég og vona að ég og hv. þingmaður getum glaðst upp úr næstu viku, eða fljótlega, yfir því að sjá verkefnið fara af stað.