143. löggjafarþing — 83. fundur,  27. mars 2014.

skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.

474. mál
[17:02]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nei, við hv. þingmaður erum ekki ósammála. Ég er einvörðungu að nota tækifærið til að leggja áherslu á það sjónarmið sem fram kom í fjölmiðlum í sumar þegar rannsóknarskýrslan var birt að það væri allt vanhæfni um að kenna. Ófarir Íbúðalánasjóðs sem voru miklar vegna hrunsins að uppistöðu til voru ekki vegna þessarar vanhæfni.

Hér er ein dæmigerð fyrirsögn:

„Vanhæfni kostaði 270 milljarða.“ Og undirfyrirsögnin: „Slæm staða Íbúðalánasjóðs er rakin til vanhæfni stjórnenda Íbúðalánasjóðs og sinnuleysis af hálfu helstu eftirlits- og valdastofnana.“

Ég lít svo á að þetta hafi verið hrakið í meirihlutaálitinu sem fylgir skýrslunni og við höfum verið með til umræðu í dag.