144. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:37]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ef þetta mál snýst um lýðheilsu er langeðlilegast að fara til baka, tíu til fimmtán ár, og segja: Áfengisútsölum hefur fjölgað, margir tugir nýrra áfengisverslana hafa opnað og enginn hefur sagt neitt. Nú eru allt í einu allir komnir og segja: Heyrðu, bíddu, það má ekki fara með þetta í venjulega búð. Hvað gerðist þarna í millitíðinni? Ég átta mig ekki á þessu. (Gripið fram í.)

Ég get ekki tengt það lýðheilsu með nokkrum hætti hvort ég þurfi að ganga tvö þúsund metra eða tvö hundruð metra í búð. Þetta snýst bara um eðlileg viðskipti og varan er bara venjuleg, en hún er þannig að sumir kunna ekki með hana að fara eins og með margt annað, hvort sem það er tóbak, óhollur matur o.s.frv. Við getum ekki búið til eitthvað annað um þessa vöru, hún er þó lögleg.