144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

breytingartillaga atvinnuveganefndar við rammaáætlun.

[11:05]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég verð að taka undir það sem hér hefur verið sagt um vinnubrögðin í þessu máli. Ég velti fyrir mér, það er ekki bara málatilbúnaðurinn heldur hvað finnst ríkisstjórninni? Er hún búin að ræða þetta? Hvað finnst hæstv. ráðherra um þetta? Er hann sammála þessu? Hefur það verið tekið sérstaklega fyrir að fækka um helming af hálfu ríkisstjórnarinnar? Það má velta því upp hvort svo er eða hvort það er eingöngu formaðurinn sem tekur þessar ákvarðanir og hversu mikill hluti af meiri hluta atvinnuveganefndar ef þarf að kalla inn tvo og málið er ekki á dagskrá. Er meiri hluti atvinnuveganefndar, þ.e. aðalmanna hennar, upplýstur um þær ákvarðanir formannsins eða er þetta alltaf bara einleikur af hálfu hv. þm. Jóns Gunnarssonar? Þetta er með ólíkindum og það er ekki ásættanlegt að svona vinnubrögð séu viðhöfð og mjög sérstakt að kalla þurfi til tvo af gangi til að hægt sé að taka málið út með slíkum ruddaskap og ofbeldi sem hv. þingmaður viðhefur hér í annað sinn.