144. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2015.

ástandið í Nígeríu .

[15:08]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F):

Virðulegi forseti. Enn og aftur þakka ég hv. þingmanni því að þetta er sannarlega mál sem vert er að vekja athygli á. Eins og ég nefndi áðan höfum við stutt við yfirlýsingar eða tekið undir þær þegar verið er að gagnrýna eða skora á eða leita leiða til að hafa áhrif á nígerísk stjórnvöld. Nígería er að sjálfsögðu fullvalda ríki sem er með lögmæt stjórnvöld og við höfum stutt þau í baráttunni sem þau heyja. Við eigum og höfum í gegnum tíðina átt ágæt samskipti við Nígeríu. Ísland á í miklum viðskiptum við landið og hefur átt lengi þannig að tengsl milli þessara tveggja landa eru allnokkur. Þar af leiðandi höfum við sýnt þessu máli skilning og áhuga og stutt eftir bestu getu við þau stjórnvöld. Ég tek hvatningu þingmannsins mjög fagnandi.